Í dag er dagur stærðfræðinnar.
Á Höfðabergi vinna allir aldurshópar með stærðfræðitengd verkefni.
Unnið er með tölur og talnagildi, form og ýmis stærðfræðihugtök.
Börn og starfsfólk vinna með stærðfræðina í umhverfi okkar í leik og starfi.
Aðalinnritun vegna úthlutunar leikskólaplássa, sem losna í haust þegar elstu leikskólabörnin byrja í grunnskóla, hefst um miðjan mars og stendur fram í maí.
Leikskólaplássum er alltaf úthlutað í kennitöluröð og gilda allar umsóknir fyrir alla leikskóla bæjarins þar...
Orlofstímabilið í leikskólum Mosfellsbæjar er 15. maí til 31.ágúst.
Velja þarf fyrir hvert barn samfelldar fjórar vikur, þ.e. 20 virka daga samfellt, innan þessa tímabils.
Hægt er að bæta við 5 samfelldum virkum dögum
Í dag fengum við góða heimsókn á Höfðaberg. Söngkonan Kristín Sesselja Einarsdóttir kom og söng nokkur lög fyrir börnin.
Við þökkum kærlega fyrir heimsóknina.
Í morgun barst okkur á Höfðabergi gjöf frá góðum nágranna.
Þetta voru hlýir og góðir vettlingar sem við getum nýtt sem auka vettlinga fyrir börnin þegar vantar.
Við þökkum kærlega fyrir þessa góðu gjöf
...Í gær fimmtudaginn 15.desember fengu öll börnin á Höfðabergi óvænta tónleika. Þrjár stúlkur sem spila á þverflautu í Skólahljómsveit Mosfellsbæjar komu og spiluðu jólalög fyrir börnin undir stjórn kennara síns.
Við þökkum kærlega fyrir þessa skemmtilegu heimsókn...
Gaman var að sjá hvað margir foreldrar sáu sér fært að mæta í jóla/foreldrakaffið okkar sl. þriðjudag.
Börn, foreldrar og starfsfólk átti saman notalega stund þar sem börnin gátu föndrað með foreldrum sínum, drukkið kakó og borðað piparkökur. Eins gaf þessi stund ...
Höfðabergi barst bókagjöf frá foreldrafélaginu að verðmæti 35.000 kr. Við þökkum kærlega fyrir gjöfina sem mun koma að góðum notum í starfinu. Á Höfðabergi er lagt mikið upp úr lestri og er lesið daglega fyrir öll börn í litlum hópum.
...Börnin á Uglubergi hafa síðustu vikur verið í jóga með Vigdísi starfsmanni á deildinni en hún er lærður jógakennari. Vigdís hefur kennt börnunum ýmsar léttar æfingar, sem þau gera á jógamottum sem þau velja sér. Börnin hafa öll gaman af þessum stundum sem kennir þeim i...
Höfðaberg leitar að leikskólakennurum/leiðbeinendum til starfa
Má bjóða þér að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi?
Viltu vera hluti af góðum og öflugum starfsmannahópi sem vinnur saman að því að mæta ólíkum einstakling...