Innskráning í Karellen
news

Höfðaberg leitar að leikskólakennurum/leiðbeinendum til starfa

02. 11. 2022


Höfðaberg leitar að leikskólakennurum/leiðbeinendum til starfa

Má bjóða þér að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi?
Viltu vera hluti af góðum og öflugum starfsmannahópi sem vinnur saman að því að mæta ólíkum einstaklingum í krefjandi verkefnum?

Höfðaberg er sjö deilda leikskóli með 140 börn á aldrinum þriggja til fimm ára.

Ef ekki tekst að ráða leikskólakennara til starfa kemur til greina að ráða fólk með menntun og/eða reynslu sem nýtist í starfi

Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

Menntunar- og hæfniskröfur

Leyfisbréf kennara með áherslu á leikskólastarf

Jákvæðni, frumkvæði og góður samstarfsvilji

Góð færni í mannlegum samskiptum

Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Góð íslenskukunnátta

Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum

Umsóknarfrestur er til og með 21.nóvember 2022.

Umsóknir skulu innihalda starfsferilsskrá og kynningarbréf sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.
Nánari upplýsingar um starfið veita Tinna Rún Eiríksdóttir leikskólastjóri og Anna María Gunnarsdóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma: 578-4499.
Um framtíðarstarf er að ræða og kemur til greina að ráða í bæði fullt starf sem og hlutastarf. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.Ráðið er í öll störf óháð kyni.