Innskráning í Karellen
news

Jóga á Uglubergi

14. 11. 2022

Börnin á Uglubergi hafa síðustu vikur verið í jóga með Vigdísi starfsmanni á deildinni en hún er lærður jógakennari. Vigdís hefur kennt börnunum ýmsar léttar æfingar, sem þau gera á jógamottum sem þau velja sér. Börnin hafa öll gaman af þessum stundum sem kennir þeim innri ró og núvitund.