Innskráning í Karellen
news

Sumarleyfi barna

10. 03. 2022

Orlofstímabilið í leikskólum Mosfellsbæjar er 15.maí til 15. ágúst.

Hægt er að velja fjórar vikur, 20 virka daga samfellt innan þessa tímabils.

Hægt er að bæta við fimmtu vikunni í sumarleyfi og fellur leikskólagjald niður fyrir þá viku líka. Skrá þarf fimmtu vikuna á Skráning fyrir aukaviku

Sumarskóli 8. júlí til og með 5. ágúst.

Á tímabilinu 8.júlí til 5. ágúst er gert ráð fyrir að starfsemi leikskóla Mosfellsbæjar verði sameinaðir í sumarleikskóla sem verður staðsettur í Hlaðhömrum.

Skráning til og með 15.mars

Þeir sem óska eftir að barnið sé í sumarleikskólanum á tímabilinu 8. júlí til og með 5.ágúst þurfa að fylla út formið inni á Skráning í sumarskóla. Skráningu lýkur 15.mars.

Orlofsskráning er bindandi frá þeim tíma.

Vinsamlegast athugið

Berist skólastjóra ekki ósk um sumarleyfi telst barnið í sumarleyfi frá 8.júlí til 5. ágúst

Allar frekari upplýsingar veitir leikskólastjóri