Sumarleyfi barna 2023
22. 02. 2023
Orlofstímabilið í leikskólum Mosfellsbæjar er 15. maí til 31.ágúst.
Velja þarf fyrir hvert barn samfelldar fjórar vikur, þ.e. 20 virka daga samfellt, innan þessa tímabils.
Hægt er að bæta við 5 samfelldum virkum dögum að auki í sumarleyfi og fellur leikskólagjald niður fyrir þá viku líka.
Sumarskóli verður 10.júlí til og með 4. ágúst.
Á tímabilinu 10.júlí til 4. ágúst er gert ráð fyrri að starfsemi leikskóla Mosfellsbæjar verði sameinaðir í sumarleikskóla sem verður staðsettum í Hlaðhömrum.
Skráning hefst 20.febrúar og stendur til og með 15. mars.
Þeir sem óska eftir að barnið sé í sumarleikskóla í eina viku eða fleiri á tímabilinu 10.júlí til og með 4. ágúst og/eða óska eftir fimmtu vikunni, þurfa að fylla út skráningu inni á þjónustugátt Mosfellsbæjar.
Orlofsskránig er bindandi frá þeim tíma.
Vinsamlegast athugið að: Þeir sem hafa í hyggju að barnið verði í sumarleyfi frá 10. júlí til 4. ágúst þurfa ekki að gera neitt.
Allar frekari upplýsingar veitir leikskólastjóri