Á Höfðabergi leggjum við mikla áherslu á málörvun.
Öll börn í leikskólanum fara daglega í málörvun með sínum hópi.
Í þessum stundum er hljóðkerfisvitund þjálfuð í gegnum leik. Unnið er með orðaforða, rím, setningamyndun, atkvæði hljóða og margt fleira.
Í daglegu starfi leggjum við orð á athafnir, spyrjum spurninga, leikum okkur með orð og hljóð og lesum sögur og ævintýri.
Hér má sjá góðar upplýsingar um hvað foreldrar þurfa að hafa í huga í málörvun barna sinna.
Einu sinni í viku fara öll börn í markvissar málörvunarstundir og má sjá kennsluáætlanir þeirra stunda hér:
Kennsluáætlanir eftir áramót:
Kennsluáætlanir fyrir áramót: